Þarftu að losna við límmiða?

Þetta er reyndar mjög fínn límmiði en kannski þarf hann …
Þetta er reyndar mjög fínn límmiði en kannski þarf hann einhvern tímann að fara af veggnum og þá ætti þetta ráð að svínvirka.

Börn elska fátt meira en að líma límmiða á flestallt sem þau geta. Þetta reynist okkur foreldrunum oft þrándur í götu – sérstaklega þegar þarf að losna við límmiðana en þá geta þeir verið ansi þaulsætnir.

Margir reyna að skrapa þá af með sköfu, pilla þá af með nöglunum eða leggjast svo lágt að bugast hreinlega og henda annars heilli mublu.

Það er þó til gott húsráð sem vinnur vel á líminu en það er að blanda saman jöfnum hluta af matarsóda og matarolíu. Blandið vel saman og berið á límmiðann. Bíðið í fimm mínútur og límmiðinn ætti að nást auðveldlega af.

Flóknara er það nú ekki...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert