Hugsar þú vel um ísskápinn þinn?

Ísskápar eru merkileg fyrirbæri og bráðnausynleg - um það erum við öll sammála. Hins vegar getur það reynst þrautin þyngri að hugsa almennilega um gripinn og sýna honum þá virðingu sem hann á skilið.

Mikilvægast er auðvitað að láta ekki mat skemmast inni í honum. Slíkt fer illa með skápinn sjálfan sem getur dregið í sig lyktina auk þess sem önnur matvara getur goldið þess.

Svo er skipulagið annað sem skiptir miklu máli. Ekki hrúga öllu bara inn og alls ekki sleppa því að raða. Sumt á að vera ofarlega í skápnum, annað í skúffunni og svo eru það eggin sem mega víst alls ekki vera í hurðinni.

En hér gefur að líta nokkur skotheld ráð til að ísskápurinn endist sem lengst (og best).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert