Hlutir sem ávallt skal geyma í ísskáp

Ísskápar eru til margs nýtilegir.
Ísskápar eru til margs nýtilegir. Iolostock, Thinkstock.com

Hér er átt við hina ýmsu hluti sem eiga fátt sameiginlegt með matvöru. Vissuð þið til dæmis að það er hægt að opna lokað umslag sem hefur verið í frysti í klukkutíma eða tvo? Hér fyrir neðan gefur að líta margt forvitnilegt og einstaklega gagnlegt.

1. Augnkrem: Að setja á sig kalt augnkrem dregur úr þrota í kringum augun þannig að ávallt skyldi geyma augnkremið í kæli.

2. Eyeliner: Við það að kólna verður fljótandi vökvinn í eyeliner-num harðari í miðjunni sem býður upp á mun nákvæmari línur.

3. Naglalakk: Það vita nú flestir að naglalökk skyldi ávallt geyma í kæli til að þau endist sem lengst. Hins vegar er ráð að taka þau úr kæli nokkru áður en þau eru notuð þar sem erfiðara er að setja þau á sig þegar þau eru köld.

4. Lífrænar og náttúrulegar snyrtivörur: Ef varan er merkt sem lífræn eða náttúruleg má fastlega leiða líkur að því að engin rotvarnarefni séu í henni sem þýðir að það er ráðlegt að geyma hana í kæli.

5. Sokkabuxur: Þetta er mögulega gömul flökkusaga en hún kveður á um að nylon endist lengur sé það geymt í kæli. Það styrki trefjarnar og dragi úr líkum á lykkjuföllum. Þetta þarf þó bara að gera endrum og eins en þá er gott að bleyta sokkabuxurnar, setja þær í plastpoka og frysta yfir nótt. Látið þær svo þiðna og þá ættu þær að endast helmingi lengur.

6. Gallabuxur: Einhver sagði að bestu gallabuxurnar væru þær sem aldrei væru þvegnar. Hins vegar verða þær oft lausar í sér eftir mikla notkun og þá er besta ráðið að frysta þær.

7. Efni með klessum: Er vaxklessa, tyggjó eða eitthvað annað klessulegt í efninu? Þá skaltu frysta það og skafa skítinn burt að því loknu. Klikkar aldrei (eða mjög sjaldan).

8. Lokað umslag: Ef þú þarft að opna umslag sem hefur þegar verið lokað skaltu setja það í plastpoka og frysta í klukkutíma eða tvo. Við það ætti límið að gefa sig.

9. Blóm: Allir alvörublómasalar vita að blóm geymast betur í kæli. Því er ekki úr vegi að stinga vasanum í kæli yfir nótt til að tryggja hámarksendingu blómanna.

10. Koddaver: Það er fátt dásamlegra en ískalt koddaver þegar svo ber við. Besta aðferðin er klárlega að stinga verinu í kæli í dágóða stund til að ná því brakandi fersku og köldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert