Hversu oft áttu að þrífa vatnsbrúsann þinn?

Ekki er lengur nauðsynlegt að þrífa brúsann daglega – svo …
Ekki er lengur nauðsynlegt að þrífa brúsann daglega – svo lengi sem þú deilir honum ekki með öðrum. mbl.is/Amazon

Sumar spurningar skipta meira máli en aðrar enda er þetta klárlega eitthvað sem við viljum og þurfum að vita. Hversu oft á að þrífa vatnsbrúsann?

Sumir vilja meina að það sé nauðsynlegt að gera það daglega en samkvæmt örverufræðingnum Chuck Gerba sem jafnframt er doktor í örverufræði við háskólann í Arizona er það alls ekki nauðsynlegt. „Vatnsflöskur geta innihaldið mikið af bakteríum en þær eru komnar frá þér og geta ekki smitað þig aftur,“ segir Chuck Gerba. Þó skal hafa í huga að flöskur eru misjafnar og sumar þarf að nota fingurna við að opna. Það þýðir að nýjar bakteríur komast í snertingu við flöskuna sem kallar á þvott.

Samkvæmt Gerba er nóg að þvo flöskuna vikulega eða jafnvel á tveggja vikna fresti svo lengi sem þú þværð þér um hendurnar og deilir flöskunni ekki með öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert