Minnsti veitingastaður landsins opnar

Hér má sjá eldhúsinnréttinguna sem afi Þráins smíðaði árið 1961.
Hér má sjá eldhúsinnréttinguna sem afi Þráins smíðaði árið 1961. mbl.is/aðsend mynd

Hann tekur einungis 11 manns í sæti og einungis er hægt að kaupa miða á netinu til að fá sæti. Það er meistari Þráinn Freyr Vigfússon sem er maðurinn á bak við ÓX sem býður upp á allt aðra upplifun en áður hefur þekkst hér á landi. 

<span>„Hugmyndin að ÓX kom fyrir um 10 árum þegar ég var að vinna á Grillinu á Hótel Sögu og í veiðihúsinu í Kjarrá á sumrin. Nálægðin við gestinn sem ég upplifði í Kjarrá var svo mikil og opnaði alveg þann heim fyrir mér þá,“ segir matreiðlumaðurinn Þráinn Freyr Vigfússon, alla jafna kenndur við Sumac sem var að bæta enn einni rós í hnappagatið.</span>

Staðurinn kallast ÓX og er mögulega einn óvenjulegasti veitingastaður landsins. ÓX tekur aðeins 11 manns í sæti og er opinn miðvikudaga til laugardags. 

<span>„Á þessum tíma var maður bara inni í eldhúsi bak við glerið upp í Grilli og þannig lagað hitti ekki eða talaði við gesti að neinu viti. Þá hugsaði ég að ég ætti bara að opna lítinn veitingastað þar sem ég er bara einn starfsmaður sem þjóna, elda og spjalla við gesti. Sú hugmynd var lítið kósý heimiliseldhús og bar í kringum þar sem gestir sitja.“ </span> <span> </span> <span>Staðurinn er eins nettur og persónulegur og hugsast getur. „Eldhúsinnréttingin er frá 1961 og smíðuð af afa mínum og var hún notuð á sveitabæ hans og ömmu. Ég er sem sagt búinn að geyma hana í nokkur ár með þá hugmyndað nota hana á litla staðnum.“ </span> <span>Tveir starfsmenn vinna hverju sinni á ÓX og matargerðin er í grunninn íslenskir gamlir réttir sem er búið er að „pimpa“ upp ásamt áhrifum frá Evrópu. „Nafnið ÓX er dregið af orðinu vaxa. Með von um að staðurinn vaxi og dafni.“ </span> <span><span>„Gestir mæta stundvíslega kl. 19.00 en „dinner“ byrjar 19.15 og tekur um tvo og hálfan tíma. Við seljum einungis miða á netinu og kaupa gestir miðann á heimasíðu staðarins. Gestir borga fyrir fram og það eina sem gesturinn þarf að gera er að mæta með góða skapið og njóta. Allt er innifalið í verðinu,“ bætir Þráinn við að lokum en heimasíðu ÓX er hægt að nálgast <a href="https://ox.restaurant/" target="_blank">hér</a>. </span></span>
Stemningin sem myndast á svona litlum og nánum veitingastað er …
Stemningin sem myndast á svona litlum og nánum veitingastað er afar sérstök og skemmtileg. mbl.is/ÓX
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert