Dýrasta taco heims kostar 2,5 milljónir

Þessi biti kostar litlar 2,5 milljónir.
Þessi biti kostar litlar 2,5 milljónir. mbl.is/Grand Velas Los Cabos

Á að tríta sig í fríinu? Þá er upplagt að skella sér til Cabos í Mexíkó - nánar tiltekið á hið huggulega Grand Velas Las Cabos hótel. Um er að ræða hótel sem er svo fínt að lekkerheitin bókstaflega drjúpa af veggjunum. 

Þar er líka að finna glæsilega veitingastaði - meðal annars hinn mexíkóska Fridu sem er hvað helst frægur fyrir að bjóða upp á dýrasta taco í heimi. 

Og hvernig er hægt að gera dýrt taco kunna margir að spyrja. Jú - með því að gullhúða tortilla flögurnar, nota einungis kobe nautakjöt, humar, svarttrufflu brie ost, Almas Beluga kavíar og gullryk. 

Kosta herlegheitin litlar 2.5 milljónir fyrir hvert taco og til að toppa vitleysuna er hægt að dreypa á sérstöku gull tekíla með sem kostar litlar 15 milljónir flaskan. 

Greinilegt að það fer enginn blankur þangað...

Hægt er að bóka hótelgistingu og borð hér.

Svona lítur veitingastaðurinn út.
Svona lítur veitingastaðurinn út. mbl.is/Grand Velas Los Cabos
Sérlega lekkert taco.
Sérlega lekkert taco. mbl.is/Grand Velas Los Cabos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert