Ekta kúbversk samloka

Við höfum prófað okkur áfram með fjölda uppskrifta af kúbverskum …
Við höfum prófað okkur áfram með fjölda uppskrifta af kúbverskum samlokum en urðum ekki fyllilega ánægð fyrr en við fundum uppskrift Roy Choi af samlokunni góðu. mbl.is/recipetineats.com

Síðan við horfðum á myndina „Chef“ sem finna má á Netflix, með John Favreau í aðalhlutverki, þá höfum við verið með kúbverskar samlokur eða „Cubanos“ á heilanum. Gengum við meira að segja svo langt í vitleysunni að panta okkur sérstakt paninigrill til að búa samlokurnar til í trylltum eltingarleik við hina fullkomnu samloku. Við höfum prófað okkur áfram með fjölda uppskrifta en urðum ekki fyllilega ánægð fyrr en við fundum uppskrift Roy Choi af samlokunni góðu. Hér gefur að líta uppskrift af hinni fullkomnu kúbversku samloku frá Roy Choi, sem ku einmitt vera upprunalega uppskriftin sem notuð var í myndinni Chef. En Roy Choi er rokkstjarna í matarheimum og þekktur fyrir að bruna um Los Angeles á matarbíl (e. food truck) sem býður upp á kóreska taco fusion gleði. En nóg um það, aftur að samlokunni góðu. Hér er það sem til þarf:

Ekta kúbversk samloka

<ul> <li>2 sneiðar af góðri skinku</li> <li>4 stórar sneiðar af góðu svínakjöti, til dæmis hægeldaðri svínaöxl</li> <li>2 sneiðar hvítt, mjúkt bagettubrauð</li> <li>Bráðið smjör</li> <li>Sinnep</li> <li>2 sneiðar ostur</li> <li>2-3 súrsaðar gúrkur</li> </ul>

Aðferð

<div><ol> <li>Hitið pönnu í miðlungshita og bæði steikið skinkuna og svínakjötið á hverri lið þar til þær eru brúnaðar. Takið þær þá af pönnunni og setjið á disk.<br/><br/></li> <li>Skerið baguettubrauðið niður í góða samlokulengd og svo í tvo helminga fyrir samlokuna. <br/><br/></li> <li>Raðið svínakjöti, skinku, osti og súrum gúrkum gaumgæfilega á samlokubotninn. Munið að skera súru gúrkurnar í aflangar sneiðar. <br/><br/></li> <li>Smyrjið vænu lagi af sinnepi inn í samlokubrauðið sem fer ofan á og leggið yfir áleggið.<br/><br/></li> <li>Notið pensil til að smyrja samlokubrauðið sem smjöri bæði að ofan og neðan, þetta er lykilatriði sem má ekki klikka og alls ekki spara smjörið!<br/><br/></li> <li>Stingið samlokunni í samlokugrillið og klemmið þétt niður í um það bil 3 mínútur eða þar til samlokubrauðið er orðið gullinbrúnt og stökkt og osturinn vel bráðnaður. Hér skiptir máli að samlokugrillið sé flatt en ekki rifflað. Ef þið eigið ekki slétt samlokugrill skulið þið ekki örvænta. Það má vel elda Cubano samlokur á venjulegri pönnu, notið þá pott til að þrýsta samlokunni niður í pönnuna í 3 mínútur á hverri hlið.<br/><br/></li> <li>Leyfið samlokunni að standa í fáeinar mínútur áður en hún er borin á borð. Skerið hana í helminga og njótið í botn!</li> </ol></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert