Hvað áttu helst að þrífa mánaðarlega?

Það borgar sig að þrífa reglulega.
Það borgar sig að þrífa reglulega. mbl.is/Thinkstockphotos

Öll elskum við að hafa hreint og fínt í kringum okkur (að minnsta kost flest okkar!). Því er gott að koma sér upp ákveðnu kerfi til að fyrirbyggja að skíturinn safnist upp á stöðum sem eiga það til að gleymast. 

Við fórum yfir það sem ætti helst að þrífa vikulega:

En hér er listi yfir það sem við ættum helst að þrífa einu sinni í mánuði:

Gluggar: Nauðsynlegt er að þvo gluggana rækilega að utan og innan að minnsta kosti einu sinni á ári. En það er ekki nóg, það veitir ekki af að strjúka af þeim að innan í hverjum mánuði.

Sturta og baðker: Kannski er ekki bráðnauðsynlegt að skrúbba sturtuna og baðkerið rækilega í hverjum mánuði en það er alveg þess virði. Með því að bursta fletina með mjúkum bursta og góðu hreinsiefni má viðhalda gljáa á flísunum og baðkerinu og verja fúgurnar gegn myglu.

Hreinsigræjur: Hreingerningaráhöld endast allt frá mánuði (svampar) og upp í ár (sópar og skrúbbar). Þessir hlutir gegna lykilhlutverki við heimilisþrifin og mikilvægt að athuga mánaðarlega hvort þeir séu í lagi.

Hillur: Notarðu klút eða moppu? Hvort heldur sem er, upp með græjuna, það veitir ekki af þurrka af öllum hillum einu sinni í mánuði.

Það sem ekki sést: Það er auðvelt að gleyma ýmsu sem ekki sést í fljótu bragði. Hafðu augun opin, lampaskermar, myndarammar, skálar og skot. Rykið smýgur víða, vert að þefa uppi leynistaði þess einu sinni í mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert