Yfirliðsvaldandi snúðar Sigríðar Elvu

Svona lítur dásemdin út fullbökuð og fín.
Svona lítur dásemdin út fullbökuð og fín. Eggert Jóhannesson

Hægt er að hafa matarást á fólki og þetta er hin afskaplega vandaða Sigríður Elva, betur þekkt sem fjölmiðlastjarna og fréttakona á K 100, fullkomlega meðvituð um. 

Hún beitir miskunnarlaust aðferðinni sem hún mætir með nýbakað góðgæti í vinnuna og oft eru lætin svo mikið að mörgum þykir nóg um. Er þá átt við fagnaðaróp vinnufélaganna en Sigríður er gjörn á að mæla árangur sinn í desibelum. Um daginn gekk þetta svo langt að Rikka blindaðist tímabundið af sykurneyslu en lét það ekki á sig fá að eigin sögn og hélt áfram að borða þessa dásemd. 

Sigríður Elva er ein af þessum týpum sem grúskar og veit bókstaflega allt. Hún þykir með betri kokkum sem sögur fara af og veit fátt skemmtilegra en að sjóða saman eitthvað stórkostlega etnískt og framandi. 

Eftir langa mæðu hefur hún loks samþykkt að slást í för með Matarvefnum (þetta er grín - hún var svo til í það) og mun hún deila með lesendum okkar því sem hún er að bauka hverju sinni. 

Hún byrjar hér á snúðunum góðu sem gerðu allt vitlaust hér um daginn.... njótið vel!

Yfirliðsvaldandi snúðar Sigríðar Elvu

  • 250 ml mjólk
  • 2 egg
  • 75 g smjör, brætt
  • 540 g hveiti
  • 2 tsk sjávarsalt
  • 1/2 b sykur
  • 1 pakki þurrger

Fylling

  • 75 g smjör, brætt
  • 1 bolli púðursykur
  • 3 msk kanill

Glassúr

  • 80 g rjómaostur
  • 50 g smjör
  • 3/4 b flórsykur

Aðferð:

  1. Mjólkin er velgd örlítið, gerið og smávegis af sykrinum sett út í og látið standa í nokkrar mínútur þar til freyðir. Þurrefnunum blandað saman og mjólk, smjöri og eggjum blandað út í. Hnoðað þar til þetta er slétt og samfellt. 
  2. Látið hefast í um klukkutíma þar til deigið hefur um það bil tvöfaldast að stærð. 
  3. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði í um 40x50 sm ferhyrning, penslið eð smjörinu, blandið kanil og púðursykri saman og stráið yfir. 
  4. Rúllið upp efitr langa endanum og skerið í um 3 sm sneiðar. 
  5. Raðið fremur þétt á bökunarplötu og látið hefast í um hálftíma þar til þær hafa um það bil tvöfaldast að stærð. Það mál líka pakka plötunni inn í plast og láta hefast inn í kæli eða úti á svölum yfir nótt. 
  6. Meðan snúðarnir hefast er ofninn hitaður í 180 gráður og því sem á að fara í glassúrinn blandað saman. Snúðarnir eru svo bakaðir í um 15 mínútur eða þar til þeir eru gylltir og glassúrnum dreift yfir meðan snúðarnir eru enn heitir.
Snúðarnir fullhefaðir á bakkanum.
Snúðarnir fullhefaðir á bakkanum. Eggert Jóhannesson
Sigríður Elva tekur sig vel út og takið eftir sakleysissvipnum …
Sigríður Elva tekur sig vel út og takið eftir sakleysissvipnum - þetta er svipurinn á meistarakokki sem veit að hann er að fara gera allt vitlaust. Eggert Jóhannesson
Glassúrinn borinn á. Löðrandi lekker og gómsætur.
Glassúrinn borinn á. Löðrandi lekker og gómsætur. Eggert Jóhannesson
Volá! Ekkert að þessu. Bara nákvæmlega ekki neitt.
Volá! Ekkert að þessu. Bara nákvæmlega ekki neitt. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert