Arftaki eðlunnar fundinn: Pítsuídýfa gerir allt vitlaust

Sjúklega girnilegt og snjallt að bera ídýfuna fram með brauði …
Sjúklega girnilegt og snjallt að bera ídýfuna fram með brauði - eða nachos flögum. mbl.is/Closet Cooking

Flestir elska ídýfu og nánst allir elska pítsu. Þess vegna erum við ekki frá því að þetta sé mögulega ein fullkomnasta ídýfa sem til er og mögulegur arftaki eðlunnar.

Það er allavega mikil hamingja með þessa elsku og auðvitað má útfæra hana á alla vegu og setja uppáhalds áleggið þitt ef því er að skipta.

En góð er hún....

Pístuídýfa

  • 120 ml rjómaostur, við stofuhita
  • 120 ml sýrður rjómi
  • 60 ml majónes
  • 1/2 bolli rifinn mozzarella ostur
  • 1/4 bolli rifinn parmesan
  • 60 g pepperóní í sneiðum
  • 1/4 græn paprika, smátt skorin
  • 2 msk svartar ólífur í sneiðum

AÐFERÐ:

  1. Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi, mozzarella og parmesan osti og blandið í botninn á ofnföstu móti.
  2. Dreifið pítsusósunni yfir, svo pepperóníinu og að síðustu skal strá osti, papriku og svörtum ólífum yfir.
  3. Bakið við 180 gráður í 20 mín eða svo - þar til osturinn er farinn að krauma.

Uppskrift: Closet Cooking

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert