Partímatur

Gratíneraður Óðals-Ísbúi

27.12. Hver elskar ekki gratíneraðan ost? Hér gefur að líta hinn fullkomna partý-/kósírétt sem tekur tilveruna upp á næsta stig. Við erum að tala um löðrandi ost og huggulegheit. Hvað þarf maður meira? Meira »

Ídýfan sem kemst í sögubækurnar

7.9. Til er það selskapssnarl sem þykir svo vel heppnað að góðar líkur eru taldar á að um það verði ort ljóð, teknar af því myndir og mögulega muni einhver mittismál heyra sögunni til. Hér erum við að tala um ídýfu með spínati og þistilhjörtum og hún er alveg hreint ... dásamleg! Meira »

Ostakúla sem tekur partíið á næsta stig

11.8. Hver elskar ekki ostakúlu? Partíréttur sem hefur haldið uppi stuðinu í íslenskum partíum frá því um miðja síðustu öld. Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Beikonið stendur fyrir sínu eins og alltaf og döðlurnar gefa ævintýralegt bragð. Meira »

Ofurnachos Evu

7.8. Það er fátt sem jafnast á við vel heppnað nachos og þegar það er Eva Laufey sem á heiðurinn að uppskriftinni þá má gulltryggja gæðin. Meira »

Sjóðheitir eldbakaðir ostar

28.7. Meistarakokkurinn Aníta Ösp Ingólfsdóttir, sem jafnframt er yfirmatreiðslumeistari á RIO Reykjavík, galdrar hér fram fyrir okkur tvo einfalda rétti sem eru vísir til að létta lundina í annars grámyglulegu sumarskammdeginu. Meira »

Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi

4.7. Bragginn bar & bistró opnaði á dögunum í Nauthólsvíkinni en margir hafa beðið spenntir eftir opnun hans. Maturinn er léttur og skemmtilegur og hér gefur að líta uppskrift að dásemdar laukhringjum sem bragðast sérlega vel. Meira »

Nachos með kóresku nautakjöti

26.6. Hér gefur að líta virkilega skemmtilegan rétt sem á eftir að slá í gegn. Hann er sérlega heppilegur sem snarl fyrir skemmtilegan fótboltaleik svo dæmi séu tekin. Meira »

Ostabakkinn sem sprengir alla skala

15.6. Það er nauðsynlegt að bjóða upp á veitingar yfir leikjum Íslands á HM og hér gefur að líta eina þá lekkerustu (og þjóðlegustu) útfærslu sem sést hefur í langa herrans tíð. Meira »

Partí-tortilla sem allir elska

7.6. Ást landans á mexíkóskum mat ætlar engan endi að taka og hér gefur að líta rétt sem smellpassar hvar sem er. Hann er í senn vandræðalega bragðgóður, auðveldur og allir elska hann! Meira »

Arftaki eðlunnar fundinn: Pítsuídýfa gerir allt vitlaust

25.5.2018 Flestir elska ídýfu og nánst allir elska pítsu. Þess vegna erum við ekki frá því að þetta sé mögulega ein fullkomnasta ídýfa sem til er og mögulegur arftaki eðlunnar. Meira »

Stórkostleg Nutella-pönnupítsa með ís

4.7. Þessi pítsa er svo auðveld og snjöll að hún á pottþétt eftir að slá í gegn á heimilium landsmanna sem þurfa eitthvað bragðgott til að hugga sig við. Meira »

HM-partíréttir Evu Laufeyjar: Buffalóvængir með gráðostasósu

22.6. Ef það er eitthvað sem passar eins og flís við rass þegar kemur að HM-meðlæti þá eru það buffalóvængir með gráðostasósu. Sjálf Eva Laufey er hjartanlega sammála okkur og segir að það sé alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi. Meira »

Ofnbakaður camembert

8.6. Það er eitthvað við bráðinn ost sem gerir það að verkum að maður verður hálfær. Undanfarin misseri hefur landinn dundað sér við að finna upp ævintýralegar útfærslur af bráðnuðum camembert og flestar eru þær hreint stórkostlegar á bragðið. Meira »