Partí-tortilla sem allir elska

Ást landans á mexíkóskum mat ætlar engan endi að taka og hér gefur að líta rétt sem smellpassar hvar sem er. Hann er í senn vandræðalega bragðgóður, auðveldur og allir elska hann! 

Partí-tortilla

fyrir 4-6

 • 3 msk. olía
 • 1 laukur, skorinn í fernt og sneiddur
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt
 • ½ -1 tsk. kanill
 • 2 dósir taco-sósa, meðalsterk, frá Old el Paso
 • 1 tsk. chiliduft
 • ½ dl vatn
 • 600 g eldaður kjúklingur, gott að nota afgangskjúkling
 • 8 -10 stórar tortillakökur frá Old el Paso
 • 1 dl jalapeno frá Old el Paso
 • 2 dl rifinn ostur

AÐFERÐ:

 1. Hér er upplagt að nota afgangskjúklingakjöt. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mínútur, hann má gjarnan brúnast aðeins. Bætið hvítlauk í og steikið áfram í 1-2 mín. Bætið kanil, chili og taco-sósu í ásamt örlitlu vatni og látið þetta nú malla saman, ekki með lok á pönnunni, í 3-5 mín. Bætið kjúklingi út í og hitið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.
 2. Setjið olíu á pönnu. Leggið eina tortillaköku á pönnuna. Setjið fyllingu á annan helminginn á tortillakökunni og leggið hana saman. Steikið báðum megin. Færið yfir á bökunarplötu og setjið rifinn ost ofan á hverja köku og bregðið undir grill.  
mbl.is/
mbl.is