Kókosbollupavlóva sem klikkar ekki

mbl.is/Hanna Þóra

Ef það er eitthvað sem landinn elskar þá eru það pavlóvur og kókosbollur. Sé þetta tvennt sameinað má færa sannfærandi rök fyrir því að hér sé fullkomnuð ein mesta nautnasprengja sem smakkast hefur.

Það er Hanna Þóra sem á heiðurinn að þessari dásemd og sjálf segir hún að þetta sé fremur einföld útgáfa af pavlóvu sem bráðni í munni. Auðveldlega megi helminga uppskriftina en þá sé marengsinn settur í 23-24 sm hringlaga smelluform.

Kókosbollupavlóva sem klikkar ekki

Hægt að búa botninn til nokkrum dögum áður og geyma hann í kæli eða á köldum stað.

Marengsbotn

  • 7 – 8 eggjahvítur
  • 290 g sykur
  • 2 msk. maísmjöl
  • 2 tsk. hvítvínsedik

Fylling

  • 5 – 6 dl rjómi
  • 6 kókosbollur
  • Skraut: Ferskir ávextir eins og jarðarber, ástaraldin, granatepli eða bara það sem hverjum og einum finnst best. Fallegt að skreyta með ferskri myntu.

Marengsbotn

  1. Ofninn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
  3. Helmingnum af sykrinum bætt út í smám saman og marengs þeyttur í stífa toppa
  4. Hinn helmingurinn af sykrinum hristur með maísmjölinu og hrært út í með sleikju þar til blandan er slétt
  5. Ediki bætt í síðast – blandað varlega saman
  6. Hellt í 24 x 35 cm smelluform með bökunarpappír á botninum og sett á grind í ofninum
  7. Eftir 10 mínútur er hitinn lækkaður í 120°C
  8. Bakað í 1 klst. og látið standa í ofninum yfir nótt
Samsetning
  1. Rjómi þeyttur og kókosbollum bætt við – blandað saman með sleikju
  2. Marengsbotninn settur á kökudisk og fyllingin sett ofan á
  3. Kakan skreytt t.d. með ferskum ávöxum, berjum og myntu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert