Þetta er HM ídýfan!

Þessi ídýfa er alveg frábær því í henni eru brauðsnúðar …
Þessi ídýfa er alveg frábær því í henni eru brauðsnúðar sem rífa skal og dýfa í dásamlega blöndu af osti og spínati. mbl.is/slapdashmom

Nú er HM hátíð í fullu fjöri og landinn víkur ekki langt frá skjánum á meðan leikar standa sem hæst. Eitthvað verðum við þó að maula á meðan öllu þessu stendur því við verðum að hafa næga orku til að hvetja okkar menn áfram, spretta upp úr sófanum annað slagið, steyta hnefum á loft og bölva dómurum og svo framvegis. Það er því ekki úr vegi að gera vel við sig og mælum við sérstaklega með þessari ljúffengu osta-spínat-ídýfu. Hún er alveg frábær því í henni eru brauðsnúðar sem rífa skal og dýfa í þessa dásamlegu blöndu af osti, spínati og meira af osti.

HM ídýfan

 • 1 pizzadeig
 • 1 bolli ricotta ostur (það má einnig notast við kotasælu)
 • 1 lítill poki ferskt spínat
 • 1 bolli rjómaostur
 • 1 poki mozzarella ostur
 • handfylli af rifnum parmesan
 • chiliflögur

Aðferð:

 1. Blandið saman rjómaosti, ricotta osti og hálfum bolla af mozzarella osti í skál. Saxið spínatið og bætið út í skálina. Hrærið þetta saman þar til úr verður grautarkennd blanda.

 2. Rúllið pizzadeiginu út og skerið niður 10 jafna ferninga úr deiginu. Rúllið hverjum ferningi upp í snúð.

 3. Takið steypujárnspönnu eða hringlótt kökuform og smyrjið að innan með ólífuolíu eða smjöri. Raðið snúðunum meðfram brúnunum en skiljið miðju mótsins eftir tóma.

 4. Mokið osta-spínatblöndunni í miðju mótsins. Stráið chili flögum yfir eftir smekk. Takið afganginn af mozzarella ostinum ásamt parmensan ostinum og stráið yfir.

 5. Bakið við 175 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðnaður og brauðsnúðarnir orðnir brúnir.

 6. Berið fram ylvolgt og njótið með fótboltabullum.
Rúllið pizzadeiginu út og skerið niður 10 jafna ferninga úr …
Rúllið pizzadeiginu út og skerið niður 10 jafna ferninga úr deiginu. Rúllið hverjum ferningi upp í snúð. Snúðunum skal svo raða innan í kökumót. mbl.is/slapdashmom
Mokið osta og spínatblöndunni í miðju mótsins. Stráið chili flögum …
Mokið osta og spínatblöndunni í miðju mótsins. Stráið chili flögum yfir eftir smekk, ásamt osti og skellið inn í ofn. mbl.is/slapdashmommbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert