Sjúklegar 17. júní bollakökur

mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Það er þjóðhátíðardagur og því nauðsynlegt að draga fram hrærivélina og skella í nokkrar dásemdar bollakökur sem gleðja hjartað.

Þessar vanilubollakökur eru úr smiðju Júlíu Magnúsdóttur, heilsumarkþjálfa hjá Lifðu til fulls. Þær eru afburðavandaðar og bæði vegan og glúteinlausar. Þið ákveðið sjálf hvort þið viljið breyta en girnilegar eru þær - og gómsætar...

mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Vanillubollakökur

  • 1⅓ bolli (317 ml) möndlumjólk (einnig má nota haframjólk eða kasjúhnetumjólk frá Rebel kitchen
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1⅓ bolli (190 g) glútenlaus hveitiblanda (ég notaði white bread flour by Doves farm sem fæst í Nettó)
  • ⅔ bolli (68 g) fínt möndlumjöl frá sukrin
  • 1 bolli (163 g) kókospálmasykur, sigtaður
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ bolli avókadóolía (einnig má nota olífuolíu)
  • 1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn við 180 gráður. Raðið 14-16 múffuformum í bökunarform (eða smyrjið formin og sleppið múffuformum).
  2. Hrærið saman möndlumjólkinni og sítrónusafanum í litið glass og leggið til hliðar svo það súrni.
  3. Setjið hveitið, lyftiduft, salt og matarsóda í hrærivélaskál og sigtið kókospálmasykurinn saman við svo engir kekkir séu. Hrærið vel.
  4. Bætið olíu, vanillu og möndlumjólkurblöndunni við og hrærið saman við.
  5. Látið deigið standa á borðinu í 30 mín áður en það fer inn. Þetta hjálpar deiginu að rísa fallegar.
  6. Hálffyllið múffuformin. Bakið í 16-20 mínútur eða þangað til bakað í gegn (hægt að prófa að stinga tannstöngli í). Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið kreminu á þær.

Vegan hindberjasmjörkrem

  • 1 bolli vegan smjör, við stofuhita (ég notaði frá Earth balance)
  • 1 bolli og 1 msk hlynsíróp frá good good brand eða venjulegt hlynsíróp*
  • ¼ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)
  • 10 dropar steviudropa með hindberjabragði (ég notaði þessa frá good good brand en einnig má sleppa og bæta 2 msk hlynsírópi)
  • ¼ tsk salt
  • 70-80 gr íslensk hindber, eða notið frosin ber

Aðferð:

  1. Látið vegan smjörið og hindberin við stofuhita í nokkrar klukkustundir eða yfir nóttu. Bæði verður að við mjúkt áður en kremið er hrært saman.
  2. Byrjið á að útbúa hindberjamauk með því að hræra berjum vel saman í blandara. Setjið berin í gegnum fínt sigti svo steinarnir eru fjarlægðir og úr verður tær hindberjavökvi. Mælið út ¼ bolla af hindberjavökvanum til að nota. Steinarnir og það sem eftir liggur í sigtinu má geyma og bæta útí hafra- eða chia graut.
  3. Sameinið næst öll hráefni fyrir kremið, nema hindberjavökvann, í hrærivél eða handþeytara. Hrærið þar til þið fáið silkimjúkt krem. Bætið þá hindberjavökvanum við.
  4. Setjið kremið strax í sprautupoka og skreytið bollakökurnar. Ef kremið er kælt áður en það er sett á kökurnar þarf að hræra það örlítið upp áður en það er sett á kökurnar. Kökurnar geymast vel í kæli með kreminu.

Gott að vita fyrir uppskriftina: Eðlilegt er að bollakökurnar rísi en falli svo örlítið eftir að þú hefur tekið þær úr ofninum. Þar sem engin egg eru til staðar. Þær ættu að vera örlítið mjúkar daginn eftir en engu að síðu fullbakaðar og bragðgóðar.

*Hægt er að nota hunang í staðinn fyrir hlynsíróp í kreminu. Ég prófaði að nota kókospálmasykur í eina tilraun en útkoman varð ekki góð og nauðsynlegt fyrir áferð og útlit á kremi að hafa ljóst síróp eins og hlynsíróp eða hunang.

mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert