Hvað áttu að gera ef kjúklingur lekur í fjölnota pokann?

Fjölnota pokar njóta sífellt meiri vinsælda og brátt munu þeir verða allsráðandi í innkaupaleiðöngrum landsmanna. En slíka poka þarf að hugsa vel um eins og allt sem er fjölnota og á að endast. 

En hvað skal gera ef gat kemur á kjúklingaumbúðirnar og safi úr kjúklingnum lekur í pokann? Eins og við vitum og höfum verið vöruð við þá geta bakteríur á borð við salmonellu leynst í kjúklingnum þegar hann er hrár og því skiptir meðhöndlun hans miklu máli. Yfirleitt er kjúklingnum vel og rækilega pakkað inn en endrum og eins kemur gat og þá skaltu gera þetta:

Hversu mikill er lekinn? Er safinn bara í pokanum sjálfum eða fór hann líka á aðrar matvörur. Lak í bílinn líka? Mestu máli skiptir að stöðva lekann og sjá hvar þarf að þrífa. Settu pokann og það sem þarf að þrífa á stað sem auðvelt verður að sótthreinsa eins og vaskinn. 

Byrjaðu eldhúsrúllu eða pappír. Gott er að byrja á að þurrka upp allan vökva strax áður en hafist er handa við að þrífa. Rektu slóð þína og þurrkaðu þar sem þarf. Athugaðu vel hvar pokinn stóð (á gólfinu eða í bílnum) og þurrkaðu vel.  

Sótthreinsaðu. Eða því sem næst. Gott er að úða hreinsiefni sem er sótthreinsandi eða bakteríudrepandi á allt yfirborð sem fékk vökvann á sig. Það sama gildir um aðrar matvörur.

Þvoðu pokann. Hér er nóg að nota bara venjulegt prógramm í vélinni eða heitt sápuvatn. Láttu pokann þorna vel og vandlega og vandamálið er úr sögunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina