Gordon Ramsay hrósar Sumac

Gordon Ramsay veiddi þennan væna lax í gær.
Gordon Ramsay veiddi þennan væna lax í gær. mbl.is/Instagram

Gordon Ramsay er staddur hér á landi við laxveiði og gengur bara nokkuð vel ef marka má Instagramið hans. Hann krækti í vænan lax auk þess sem hann fór út að borða á Sumac, á bæði föstudags- og laugardagskvöldið. Það er Þráinn Freyr Vigfússon sem er maðurinn á bak við Sumac, sem sérhæfir sig í mat frá Miðausturlöndum, en staðurinn er staðsettur á Laugavegi.

Meistari Ramsay var hæstánægður með máltíðina og deildi mynd af matnum ásamt hrósi á samfélagsmiðlum en hann er með vel yfir 4 milljónir fylgjenda.

Catch of the day ! The best salmon in the world #iceland

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jul 6, 2018 at 9:25pm PDTAn absolutely stunning way to end an amazing fishing trip in #iceland

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jul 8, 2018 at 11:24am PDT
mbl.is