Hönnun og kokteill – fullkomin blanda

Þegar hönnun og góður kokteill blandast saman er þetta útkoman.
Þegar hönnun og góður kokteill blandast saman er þetta útkoman. mbl.is/Ferm Living

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living er ekki bara með góðan smekk á hlutum fyrir heimilið, heldur líka á góðum drykkjum. Þau fengu hinn snjalla barþjón Kasper Riewe, sem starfar á barnum Duck and Cover, til að töfra fram svalandi kokteil. Drykkurinn ber nafnið Ripple Rhapsody þar sem hann var blandaður með Ripple Long Drink-glösin þeirra í huga. Við höfum smakkað þennan og getum svo sannarlega mælt með – bæði drykknum og glösunum. Skál!

Ripple Rhapsody

  • 20 ml af uppáhalds „floral“-gininu þínu
  • 20 ml Aperol
  • 5 ml ferskur sítrónusafi
  • 40 ml heimagerður rabarbarasafi
  • Sódavatn

Rabarbarasafi:

  • Sjóðið rabarbarastilka í sirka 10 mínútur, síið í gegnum grisju eða kaffisíu.
  • Blandið 1:1 við sykur og hrærið eða hristið til að leysa upp sykurinn. Þetta má undirbúa áður og geyma í kæli.

Aðferð:

  1. Fyllið glasið af ísmolum.
  2. Hellið Aperol, gininu, ferska sítrónusafanum og rabarbarasafanum í glasið og toppið með ísköldu sódavatni.
  3. Skreytið með rabarbarastöngli og ferskri appelsínusneið.
  4. Skál í boðinu.
Ripple Rhapsody, svalandi kokteill með rabarbarasafa í boði Ferm Living.
Ripple Rhapsody, svalandi kokteill með rabarbarasafa í boði Ferm Living. mbl.is/Ferm Living
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert