Kokteill

Rómantískasti drykkur ársins

13.2. Við mælum með þessum ískalda og frískandi drykk sem mun fá hjartað til að slá örar, því góður kokteill er alltaf betri en súkkulaði. Meira »

Ferskasti áramótakokteillinn

29.12. Við erum farin að sanka að okkur uppskriftum að góðum áramótakokteilum – ekki seinna vænna. Þessi er sáraeinfaldur í framkvæmd og frískandi. Meira »

Drykkur sem ærir skilningavitin

18.8. Ef þú ætlar á annað borð að skella í kokteil mælum við með að þú reynir við þennan enda er hann vís til að rugla svo ærlega í hausnum á þér og bragðlaukunum að þú munt seint bíða þess bætur... eða þannig. Meira »

Hönnun og kokteill – fullkomin blanda

8.8. Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living er ekki bara með góðan smekk á hlutum fyrir heimilið, heldur líka á góðum drykkjum.  Meira »

Einhyrningakokteill í gæsapartýið

29.6. Ekkert lát ætlar að verða á vinsældum einhyrninga, en þessi kokteill er brjálæðislega litfagur, skemmtilegur og að við tölum nú ekki um einfaldur, en það er alltaf plús. Ef er verið að plana tjúllað gæsapartý má setja skvettu af vodka eða gini til viðbótar ef gæsin er í stuði. Meira »

Sykursætur plómukokteill

8.6. Þessi stórgóði kokteill á vel við sumarið. Sætar og safaríkar plómur tóna vel við freyðivín og timjan gefur sérstaklega gott eftirbragð. Það má útbúa þennan sæta sumardrykk með prosecco eða kampavíni, en einnig er vel hægt að gera hann án áfengis og nota þá sódavatn í stað freyðivíns. Meira »

Hugo Hanastél

5.5. Hugo Spritz er leikandi léttur kampavínskokteill sem hefur löngum verið vinsæll í Mið- og Suður-Evrópu. Hérna er uppskrift af þessum frískandi drykk, en hún er ofureinföld og minnir á sæta sumardaga. Meira »

Granateplakokteill sem fær þig til að kikna í hnjánum

15.12.2017 Heimalagaða granatsírópið er guðdómlegt en auðvitað er hægt að kaupa granateplasafa ef vill.  Meira »

Ekki heilsudrykkur heldur nýjasta æðið

28.7.2017 Það er merkilegt hvað grænir drykkir njóta mikilla vinsælda þessi dægrin þar sem við tengjum þá almennt við góða heilsu og loforð um langlífi enda vita allir að allt sem er grænt er vænt en þessi drykkur er langt því frá að geta flokkast sem heilsudrykkur – eða hvað? Meira »

Kókoshnetu-morðinginn er geggjaður

30.5.2017 Þessi kokteill er einn af mínum uppáhaldsdrykkjum en ég tríta mig reglulega á Balí með einum ísköldum Coconut-killer. Kokteillinn er upphaflega frá veitingahúsinu Casa Luna á Balí og það er hreinlega bannað að fara í gegnum Ubud án þess að borða þar. Meira »

Sumardrykkur sem toppar allt!

25.5.2017 Sumir drykkir eru einfalega svo lekkerir að það er leitun að öðru eins. Þessi drykkur toppar flesta skala svo að ekki sé sterkar til orða tekið. Hann er sérlega fallegur, frumlegur og lekker, en lekkerheitin eru auðvitað sérlega mikilvæg. Meira »

Er sumardrykkurinn í ár engifer mojitó?

17.5. Hann er góður og rífur vel í. Eiginlega er hann bara fullkominn þar sem sítrónan, mintan og allt hitt gúmmilaðið tónar svo vel saman. Hér er mögulega kominn sumardrykkurinn í ár. Meira »

Stórhættulegur partýdrykkur

26.1.2018 Í guðanna bænum farið varlega þegar þið blandið þennan drykk enda er það ekkert gamanmál að slasa sig við kokteilagerð.  Meira »

Settu jólakokteilinn í rjómasprautu og sláðu í gegn

13.12.2017 Þennan dásamlega eggjapúns fengum við að smakka á Burró en uppskriftin er ættuð frá Perú. Þennan verða allir að smakka! James Frigge, matreiðslumaður staðarins, setur svo herlegheitin í rjómasprautu til að fá froðukennda áferð svo drykkurinn er í raun hálfgerður eftirréttur. Guðdómlegt! Meira »

Kampavínsmargaríta með jarðarberjum

2.6.2017 Það er fátt meira viðeigandi á fögrum og sólríkum sumardögum en að fá sér kampavínsmargarítu. Mörgum þykir þetta kannski undarleg blanda en engu að síður nýtur hún mikilla vinsælda og gefur kampavínsdrykkjunni ögn grimmari tón. Meira »

Bellini-margaríta fyrir meistara!

27.5.2017 Það er svo gaman þegar boðið er upp á eitthvað allt annað en þetta venjulega hvíta, rauða og bjór. Ekki misskilja okkur, við elskum það svo sannarlega en við mælum þó engu að síður með því að þið prófið að flippa aðeins í drykkjagerð og hvað er þá meira spennandi en bellini-margaríta? Meira »