Hinn fullkomni sumardrykkur í könnu

Svalandi melónudrykkur kemur þér í gang fyrir sumarið.
Svalandi melónudrykkur kemur þér í gang fyrir sumarið. Mbl.is/© Naive Cook Cooks

Kokteilar geta fljótt byrjað að þynnast út með ísmolum. Til að komast hjá því að drykkurinn verði vatnskenndur og missi bragðið er þetta lausnin  drykkurinn sem þú þarft að vinna með í sumar. 

Hinn fullkomni sumardrykkur í könnu

Ísmolar

  • 320 g vatnsmelóna, sett í blandara og hellt í ísmolabox.

Vodka-límonaði

  • 1 kg vatnsmelóna
  • 120 ml vodka
  • 4 msk hunang
  • safi úr 2-3 límónum

Aðferð:

  1. Setjið melónuna í blandara, bætið við vodka, límónu og hunangi.
  2. Bætið melónuísmolum út í og njótið.

Uppskrift: Naive Cook Cooks

Mbl.is/© Naive Cook Cooks
mbl.is