Svona fagnaði Hildur Rut alþjóðlega kaffideginum

Helgarkokteillinn er fullkominn espresso margarita.
Helgarkokteillinn er fullkominn espresso margarita. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Alþjóðlegi kaffidagurinn var haldinn hátíðlegur hér á landi þann 29. september sl.  Hildur Rut lét ekki sitt eftir liggja og fagnaði deginum með þessum æðisgengna kaffikokteil – eða espresso margarita.

Svona fagnaði Hildur Rut alþjóðlega kaffideginum

 • 3 cl Tequila blanco
 • 3 cl Cointreau
 • 3 cl kaffisíróp
 • 2 cl safi úr lime

Kaffisíróp

 • 2 dl kaffi
 • 2 dl sykur

Aðferð:

 1. Hristið saman tequila, Cointreau, kaffi sírópi, safa úr lime og klaka í kokteilahristara í 15 – 20 sekúndur.
 2. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og njótið.

Kaffisíróp

 1. Blandið saman kaffi og sykri i í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið.
 3. Hellið sírópinu ofan í flösku eða krukku í gegnum sigti og geymið í ísskáp. Passið að sírópið sé orðið kalt þegar þið notið það í kokteilinn.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is