Helgarkokteillinn - ástaraldin og vanillu gin

Sumarlegur og frískandi drykkur í boði Hildar Rutar.
Sumarlegur og frískandi drykkur í boði Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er heldur betur sumar í glasi, í girnilegum og frískandi kokteil með ástaraldin og vanillu gini. Áferðin á drykknum er unaðsleg og froðan setur punktinn yfir i-ið að sögn Hildar Rutar sem á heiðurinn að þessum svaladrykk.

Helgarkokteillinn - ástaraldin og vanillu gin (1 kokteill)

 • 5 cl gin
 • 3 cl safi úr sítrónu
 • 3 cl sykursíróp með vanillu
 • 1 ástaraldin
 • 1 eggjahvíta
 • Klakar

Aðferð:

 1. Hellið gini, safa úr sítrónu, sykursírópi með vanillu og eggjahvítu í kokteilahristara ásamt innihaldinu úr ástaraldini. Hristið vel í 15 sekúndur.
 2. Bætið klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
 3. Hellið í glas og skreytið með ástaraldin. Njótið

Sykursíróp með vanillu

 • 100 g sykur
 • 1 dl vatn
 • 3 tsk. vanillu extract

Aðferð:

 1. Setjið vatn, sykur og vanillu extract í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is