Drykkurinn sem keyrir aðventuna í gang

Drykkurinn sem keyrir aðventuna í gang.
Drykkurinn sem keyrir aðventuna í gang. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Bragðgóður kokteill sem kemur manni í jólaskap, að sögn Hildar Rutar sem færir okkur blöndu af gini, trönuberjasafa, rósmarín og appelsínu sem gera drykkinn jólalegan og gómsætan.

Drykkurinn sem keyrir aðventuna í gang

 • 60 ml Roku gin
 • 1,3 dl trönuberjasafi
 • 2 ml sykursíróp
 • Nokkrir dropar angostura bitter
 • Rosmarín stilkur
 • Appelsínu sneið
 • Klakar
 • Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum

Aðferð:

 1. Hellið gini, trönuberjasafa, sykursírópi og bitter í fallegt glas og hrærið saman.
 2. Fyllið glasið af klökum og setjið rósmarín stilk og appelsínusneið.
 3. Skreytið með trönuberjum og njótið.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir