Bleikur er drykkur mánaðarins

Bjóðum upp á bleikan drykk í október.
Bjóðum upp á bleikan drykk í október. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Uppáhaldsmánuður ársins er runninn upp! Bleikur október hefur vart farið fram hjá neinum og við verðum að sjálfsögðu með  og skálum í bleikum drykk. Hér er ljúffengur freyðivíns- og ginjarðarberjadrykkur með candy floss í boði Hildar Rutar sem segir drykkinn munu slá í gegn.

Bleikur er drykkur mánaðarins

  • 3 cl Roku-gin
  • 2 cl jarðarberjasíróp
  • 2 cl sítrónusafi
  • klakar
  • 1,5 dl Lamberti Prosecco
  • candy floss

Aðferð:

  1. Hristið saman gin, jarðarberjasíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara. 
  2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp með Prosecco.
  3. Skreytið með candy floss og njótið. 
  4. Ef þú ætlar að útbúa drykki fyrir marga, þá er frábært að hrista saman í marga drykki í flösku. Geyma í kæli og hella svo blöndunni í glös. Bætið því næst freyðivíni út í og skreytið með candy floss.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is