Kokteillinn sem setur tóninn fyrir helgina

Við erum til í þennan drykk - ekki seinna en …
Við erum til í þennan drykk - ekki seinna en núna! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það eru komin vikulok og okkur langar til að skála og gera vel við okkur í mat og drykk. Hér er ljúffengur og ferskur helgarkokteill sem inniheldur aðeins þrjú hráefni. Drykkurinn kemur úr smiðju Hildar Rutar sem sagðist hafa fengið slíkan drykk í vínsmökkun og varð að leika hann eftir - og ekki skemmir fyrir hversu litríkur og flottur drykkurinn er. 

Kokteillinn sem við byrjum helgina með

  • 4 cl Cointreau
  • 3 cl safi úr fersku greipi
  • 1,5 dl rose límonaði
  • Klakar
  • Greipsneið

Aðferð:

  1. Kreistið safa úr fersku greipi og skerið í sneið. 
  2. Helliið Cointreau, greipsafa og límonaði í glas. Hrærið varlega saman. 
  3. Fyllið glasið með klökum, skreytið með sneið af greipi og njótið.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert