Hannaðu þinn eigin Magnum ís

Viltu hanna þinn eigin Magnum ís?
Viltu hanna þinn eigin Magnum ís? mbl.is/Magnum

Elskar þú ís? Ertu á leiðinni til Kaupmannahafnar? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Í tilefni að opnun nýrrar Magnum Pleasure Store í versluninni Magasin á Kongens Nytorv, þá getur þú komið inn dagana 17. ágúst til 09. september og hannað þinn eigin Magnum vanilluís. Þú velur einfaldlega hvernig súkklaði þú vilt á ísinn - ertu dökka týpan eða þorir þú að kasta þér út í ljósari valmöguleika? Þar fyrir utan verður mikið úrval af spennandi hnetum, berjum, súkkulaði toppum og jafnvel salti til að skreyta ísinn. Og sem innblástur þá fengu Magnum þrjá spennandi hönnuði, Maria Black, Second Female og Adax, til að hanna sinn uppáhalds ís út frá þeirra eigin vörulínum. Þeir verða til sölu í takmarkaðan tíma og einungis hjá Magnum í Magasin.

mbl.is/Magnum
mbl.is