Margir klikka á þessu og eyðileggja þvottavélina

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Vissir þú að ef þú kaupir þvottavél er nokkuð sem þarf að gera áður en hún er sett í gang? Þessar upplýsingar virðast ekki liggja á lausu og hafa margir klórað sér í kollinum yfir því af hverju þvottavélin sé snarvitlaus og hamist á gólfinu eins og himinn og jörð séu að farast. 

Sumir hafa jafnvel brugðið á það ráð (nefni engin nöfn hér) að halda að orsökin sé að undirlagið sé ekki nógu slétt og hafa steypt pall undir vélina. Það virkar ekki. 

Hin rétta orsök er að fjórir boltar halda tromlunni að aftan og áður en vélin er sett í gang þarf að fjarlægja þá. Tekur fimm mínútur en einhverra hluta vegna virðast þessar upplýsingar ekki liggja á lausu. Margir hafa lent í því að hreinlega eyðileggja splunkunýja þvottavél út af þessu.

Ótrúlegt en satt (og já, undirrituð er ein af þeim sem sá ástæðu til að steypa undir vélina svo undirlagið yrði nú ábyggilega slétt).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert