Brakandi kex sem segir sex!

mbl.is/Anders Schønnemann

Brakandi smjördeigskex er upplagt í saumaklúbbinn með tapenada, pestó eða grilluðum paprikum. Fullkomið til að bera fram með uppáhaldsgóðgætinu þínu.

Smjördeigskex (35-40 stk.)

  • Smjördeig
  • 1 egg
  • 3 msk. sesamfræ
  • 1 msk. Nigella-fræ (gefur mjög gott bragð), eða annars konar fræ
  • 1 tsk. gróft salt/saltflögur

Aðferð:

  1. Rúllið smjördeiginu út á bökunarpappír á bökunarplötu. Pikkið með gaffli í deigið. Pískið egg og penslið yfir deigið. Blandið fræjum og salti saman og dreifið þétt yfir deigið. Skerið deigið í tíglamunstur með beittum hníf eða pizzaskera.
  2. Hitið ofninn í 210°. Bakið kexið í næstneðstu „hillu“ í ofninum í 20-25 mínútur, þar til kexið er orðið gyllt á lit. Leyfið því að kólna á rist.
  3. Berið fram með uppáhaldspestóinu þínu, parmaskinku eða öðru því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert