Svona lítur BrewDog út

Skuggalega flottur veggur eftir listakonuna Lindu Dögg Ólafsdóttur prýðir einn …
Skuggalega flottur veggur eftir listakonuna Lindu Dögg Ólafsdóttur prýðir einn veggja staðarins. Kristinn Magnússon

Það hefur ríkt töluverð eftirvænting vegna opnunar BrewDog í Reykjavík en staðurinn verður opnaður á morgun kl. 17. Fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðing og meðal annars verður hægt að vinna ársbirgðir af bjór.

Fyrir þá sem ekki eru með á hreinu hvað BrewDog er þá er um að ræða byltingarkennt skoskt brugghús sem er af mörgum talið fremst meðal jafningja.

BrewDog er með útibú um allan heim, deilir uppskriftum sínum óhikað með aðdáendum sínum og er í alla staði mikill frumkvöðull í breyttri bjórmenningu og uppgangi svonefndra kraftbjóra. BrewDog er í senn bar og veitingastaður og hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill frá stofnun þess árið 2007 en fyrirtækið hefur fjármagnað sig að mestu með hópfjármögnunun og skipta hluthafar þess þúsundum.

Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert