Snúðakakan hennar Hjördísar

Hver getur staðist þessa snilld?
Hver getur staðist þessa snilld? mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Ef það er einhvern tímann tilefni til að baka kökuna sem allir elska þá er það akkúrat núna. Snúðakökur sem þessar eru ótrúlega skemmtilegar, bragðgóðar og fremur auðveldar í gerð. 

Það er Hjördís Dögg hjá Mömmum.is sem á þessa snilld en hægt er að nálgast heimasíðuna hennar HÉR.

Snúðakakan hennar Helenu

  • 300 ml mjólk
  • 80 g smjör
  • 2 1/2 tsk. þurrger
  • 3/4 tsk. salt
  • 1 stk. egg
  • 100 g sykur
  • 450 g Pillsbury-hveiti

Fylling:

  • 30 g smjör – brætt
  • 120 g púðursykur
  • 2 tsk. kanill

Glassúr:

  • 200 g flórsykur
  • 50 ml vatn - heitt
  • 80 g smjör
  • 2 msk. DanSukker-síróp
  • 2 tsk. vanilludropar

AÐFERÐ:

  1. Mjólkin er hituð ásamt smjörinu, passa að hafa blönduna aðeins ylvolga. Þurrgeri er blandað saman við ásamt sykri og salti.
  2. Egginu er þá bætt saman við og hrært vel saman við blönduna.
  3. Hveitið fer síðan smám saman út í.
  4. Deigið er hrært saman og síðan hnoðað. Mjög þægilegt að setja deigið í hrærivélaskál og láta hnoðarann hnoða deigið.
  5. Deigið er látið lyfta sér í ca. 40 mínútur.
  6. Á meðan deigið er að lyfta sér er kanifyllingin gerð tilbúin. Smjörið er brætt og púðursykri og kanil blandað saman við.
  7. Deigið er flatt út þegar það hefur lyft sér og kanilfyllingin sett yfir.
  8. Þá er deiginu rúllað upp og skornir hæflilega þykkir snúðar. Snúðarnir eru settir í smurt eldfast mót og bakaðir við 180°C hita í um 25-30 mínútur.
  9. Glassúrinn er gerður á meðan snúðakakan er að bakast.
  10. Þegar snúðakakan er bökuð er glassúrinn settur yfir.
Rúllan er skorin niður.
Rúllan er skorin niður. mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Hér er búið að baka snúða-kökuna.
Hér er búið að baka snúða-kökuna. mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert