Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

Þessi snilldar terta hefur til að bera flest það sem góða köku þarf að prýða. Enda sigraði hún eftirréttakeppni Nettó og Matarvefsins og er vel að því komin.

Það er Telma Matthíasdóttir sem á heiðurinn að kökunni en hún er mikill sælkeri sem veit fátt betra en að borða. Hún sérhæfir sig í hollu fæði og við fáum að njóta góðs af.

Bounty terta

Botninn:

 • 440 svartar baunir úr dós ( 2 dósir, skola baunirnar í sigti)
 • 1/2 bolli haframjöl
 • 3 msk kakóduft
 • 1/3 bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 bolli kókosolía
 • 2 tsk vanilludropar

Allt sett í matvinnsluvél eða mixara og þeytt vel saman.

Hellt í hringlaga smelluform ( mitt er millistærð úr IKEA )

Bakað við 180°C í kringum 15 min - fer eftir forminu, ekki baka of lengi

Kókosmassinn

 • 220gr rjóminn úr einni dós af kókosmjólk
 • 40 gr kókosolía
 • 60 gr sykurlaust síróp eða agave síróp

-Hitið að suðu í potti og hrærið stöðugt í á meðan, slökkvið á hellunni um leið og suðan kemur upp.

Bætið þá við: 200 gr kókosmjöli og hellið yfir botninn og kælið

Súkkulaðihjúpurinn

 • ½ bolli kókosolía
 • ½ bolli kakó
 • ¼ bolli sykurlaust síróp eða agave síróp
 • Ögn af salti
 • 2 tsk mintudropar eða vanilludropar

Bræðið allt í potti og hellið í glas og leyfið því að kólna

Hellið svo yfir kökun í þremur lögum, frystið á milli

Geymist í kæli

mbl.is/
Telma Matthíasdóttir, sælkeri með meiru.
Telma Matthíasdóttir, sælkeri með meiru. mbl.is/aðsend mynd
mbl.is
mbl.is