Hátíðarbollinn rýkur út

Hátíðarbolli frá Vorhús er að trylla landann – kakóið fylgir …
Hátíðarbolli frá Vorhús er að trylla landann – kakóið fylgir þó ekki með kaupunum. mbl.is/Vorhús

Tími kakódrykkja er svo sannarlega mættur, enda fátt sem gleður mannskapinn jafnmikið og rjúkandi heitt kakó með rjóma og súkkulaði – jafnvel með sykurpúðum fyrir lengra komna.

Við fengum fregnir að hinn svokallaði hátíðarbolli frá Vorhús væri að rjúka út eins og heitar lummur þessa dagana. Að sögn Fjólu Karlsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins, segist hún aldrei upplifað annað. Bollinn þykir afar fagur í jólarauðum lit með silfruðu og hvítu munstri og er fullkominn fyrir heitt kakó. 

Aðrir bollar úr sömu vörulínu sem kallast „garðveisla“.
Aðrir bollar úr sömu vörulínu sem kallast „garðveisla“. mbl.is/Vorhús
mbl.is