Partýpylsurétturinn sem slær í gegn

Það munu allir krakkar elska þessa útfærslu af pylsum í …
Það munu allir krakkar elska þessa útfærslu af pylsum í brauði. mbl.is/SpoonForkBacon.com

Hversu skemmtilegt væri að bjóða upp á svín í teppi í næsta afmæli? Þetta má útfæra á ýmsa vegu, þá með tómatsósu eða öðru sem til fellur og hentar í pylsupartýið. Eitt er víst að þetta mun alltaf slá í gegn hjá krakkaskaranum.

Svín í teppi

 • 2 msk. ósaltað smjör
 • Pizza-deig (sirka 900 g)
 • Pylsur

Sinneps-ostasósa:

 • 2 msk. ósaltað smjör
 • 3 msk. hveiti
 • 2 bollar mjólk
 • 1½ msk. whole grain-sinnep
 • Cheddar-ostur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 190°.
 2. Smyrjið botn og hliðar á smelluformi með smjöri eða Pam-spreyi.
 3. Fletjið pizzadeigið út og skerið í sirka 2,5 x 5 cm stóra bita og vefjið utan um niðurskorinn pylsubita.
 4. Þegar þú hefur lagt „svínin í teppin“ byrjaðu þá að raða þeim í smelluformið, hlið við hlið, en ekki of þétt.
 5. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 30 mínútur.
 6. Sinneps-
 7. ostasósa: Bræðið smjör í potti á meðal hita. Bætið við hveiti og blandið vel saman í 2 mínútur. Því næst kemur mjólkin út í og haldið áfram að píska í 2-3 mínútur þar til blandan verður mjúk. Bætið þá sinnepi og osti út í og pískið saman. Saltið og piprið eftir smekk.
 8. Takið núna álpappírinn af smelluforminu og haldið áfram að baka pylsurnar í 15 mínútur, þar til brauðið hefur brúnast.
 9. Leyfið að kólna í 10 mínútur áður en rétturinn er tekinn úr smelluforminu og þá borinn fram með sinneps-ostasósu.
mbl.is