Ruby-ís væntanlegur í búðir í dag

Jólaísinn frá Örnu kemur tilbúinn í fallegum krukkum sem hægt ...
Jólaísinn frá Örnu kemur tilbúinn í fallegum krukkum sem hægt er að setja beint á veisluborðið. mbl.is/Arna

Þær stórfréttir berast frá mjólkurvinnslunni Örnu að jólaís frá henni sé væntanlegur í verslanir. Um er að ræða ís með ruby-súkkulaði en eins og alþjóð veit hefur ruby-súkkulaðið verið kallað fjórða súkkulaðið og er baunin bleik á litinn. Þaðan kemur einmitt liturinn á ísnum sem er fallega bleikur og kemur í glerklukkum sem ekki eru merktar með límmiðum enda segir Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, að það sé gert til að auðvelda neytendum lífið enda margir sem nota krukkurnar áfram þar sem þær eru sérlega fallegar.

Að sögn Örnu hefur ísinn fengið frábærar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað og segja þeir hann minna á ekta heimatilbúinn ís.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »