Sjúklega lekkert límonaði frá Luna Florens

Huggulegir drykkir eru alltaf viðeigandi – og þá kannski ekki síst nú í febrúar þar sem ansi margir ætla að sleppa því að neyta áfengis þennan mánuðinn (mögulega af því að hann er sá stysti).

Þessi límonaðiuppskrift er stórkostleg eins og reynar allt sem kemur fá Írisi Ann Sigurðardóttur, konunni á bak við Coocoo´s Nest og Luna Florens úti á Granda. En njótið vel.

Sjúklega lekkert límonaði frá Lunu Florens

Kreista 2 sítrónur – gott að rúlla þeim vel áður á borði en þær eru skornar til að ná sem mestum safa úr þeim

Safi úr 1 lime – sama aðferð og að ofan.

1/2 til 1 skot af Simple Syrop eftir hvað fólk vill fá það sætt

Aðferð:

Öll hráefnin í kokteil shaker með myntu og klökum, hrista vel, fylla upp með bragðlausu sódavatni. ​

Til að fá bleikt límonaði setjum við stundum smá safa úr nýkreistu granatepli. Og skreytum með fræjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert