Rómantískasti drykkur ársins

Ástin lengi lifi - og þessi kokteill líka.
Ástin lengi lifi - og þessi kokteill líka. mbl.is/Thecookierookie.com

Hvað ætlar þú að bjóða ástinni þinni upp á að drekka á Valentínusardaginn? Við mælum með þessum ískalda og frískandi drykk sem mun fá hjartað til að slá örar, því góður kokteill er alltaf betri en súkkulaði.

Rómantískasti drykkur ársins

  • 240 ml granateplasafi
  • 90 ml strawberry vodka
  • 90 ml Chambord Black Rasperry
  • 2 litlir þurrísmolar
  • 2 jarðarber, skorin hjartalaga

Aðferð:

  1. Hellið granateplasafanum, vodka og chambord í hristiglas og hristið vel saman.
  2. Setjið einn þurrísmola í hvort glasið (notið jafnvel töng í verkið).
  3. Hellið blöndunni yfir þurrísinn.
  4. Skreytið með hjartalöguðum jarðarberjum.
  5. Bíðið með að drekka drykkinn í 5-10 mínútur þar til þurrísinn hefur gufað upp (njótið bara sýningarinnar á meðan).
Njótið sýningarinnar á meðan þurrísinn leikur sitt hlutverk.
Njótið sýningarinnar á meðan þurrísinn leikur sitt hlutverk. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is