Bakaðu ánægju með pestósnúðum

Pestósnúðar af bestu gerð.
Pestósnúðar af bestu gerð. mbl.is/Inge Skovdahl

Ef þig vantar millimál og vilt gera vel við þig er þessi ánægja það sem þú leitar að. Pestósnúðar eru einnig fullkomnir með pastaréttum svo ekki sé minnst á saumaklúbbinn. Við gætum borðað nýbakaða snúða í öll mál! 

Það má útbúa þessa í tíma og setja í frysti. Leyfið þeim bara að kólna áður en þú pakkar þeim inn og setur í frysti. Og best er að láta þá þiðna alveg í pokanum og hita þá svo í smá stund í ofni.

Bakaðu ánægju með pestósnúðum (30 stk.)

  • 15 g ger
  • 3 dl volgt vatn
  • 400 g hveiti
  • 2 tsk. salt
  • 2 msk. ólífuolía
  • Grænt pestó

Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í volgt vatn. Bætið hveiti við, smátt og smátt. Setjið salt og olíu út í og hnoðið.
  2. Látið deigið hefast í 1 tíma eða þar til daginn eftir í ísskáp. Rúllið deigið þunnt út í sirka 30x60 cm.
  3. Smyrjið pestóinu á og rúllið því næst deiginu upp eins og rúllutertu. Skerið í sneiðar og leggið þá í muffinsform (álform).
  4. Bakið við 200° C í 12 mínútur eða þar til gylltir á lit. Leyfið þeim að kólna á grind.
mbl.is