Úr uppskriftabók mömmu

Haukur Hólmsteinsson, Arjun Singh og Guðmundur Gunnlaugsson við Indican.
Haukur Hólmsteinsson, Arjun Singh og Guðmundur Gunnlaugsson við Indican. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við erum tveir strákar sem opnuðum matarvagn í Boxinu í Skeifunni í fyrra og það vatt upp á sig á þann hátt að þegar við sáum að hér var laus staður fyrir indverskan stað ákváðum við að halda áfram,“ segir Haukur Hólmsteinsson, einn eigenda Indican.

Haukur segir þá félaga ekki hafa kunnað mikið fyrir sér í indverskri matreiðslu þannig að þeir fengu við til liðs við sig indverskan mann sem eldar úr uppskriftabók mömmu sinnar.

„Við eldum indverskan mat og fórum út í þetta verkefni blindandi. En það sem gerir þennan stað einstakan er maturinn hans Arjun. Hann er ótrúlegur í eldhúsinu.“

Ásdís Ásgeirsdóttir

Butter chicken

 • 1 matskeið olía
 • 1 matskeið smjör
 • 1 miðlungs laukur sneiddur í bita
 • Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri í 3-4 mínútur eða þar til létt gylltur/brúnaður.
 • 1 teskeið ferskt engifer fínskorið
 • 2-3 hvítlauksgeirar fínskornir

Bætið engifer og hvítlauk við laukinn og steikið í 30 sekúndur og hrærið vel í á meðan til að forðast að brenna engiferið og hvítlaukinn.

 • 500-700 gr. kjúklingur (bringa eða læri) skorið í þægilega bita
 • 1 dós af tómat paste
 • 1 matskeið garam masala
 • 1 teskeið chili powder (má setja meira til að auka styrkleika)
 • 1 teskeið fenugreek
 • 1 teskeið broddcumin/cumin
 • 1 teskeið salt
 • ½ teskeið svartur pipar

Bætið kjúkling, tómat paste og kryddum við. Eldið í 5-6 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

 • 200-300 ml (eftir smekk) af rjóma.

Bætið rjóma við og láta malla í 8-10 mínútur og hræra af og til.

Berið fram með hrísgrjónum og naani.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is