Markaðssetti Momoa-smákökur fyrir mömmur

Jason Momoa.
Jason Momoa. AFP

Markaðssnillingur ársins í Bandaríkjunum er klárlega hin 11 ára gamla Charlotte Holmberg sem toppaði öll fyrri sölumet á skátastúlkusmákökum í ár.

Holmberg átti metið á sínu svæði frá því í fyrra þegar hún seldi yfir tvö þúsund kassa. Í ár tók hún markaðssetninguna skrefinu lengra (með aðstoð móður sinnar) og setti samósukökurnar í sérútbúinn kassa með mynd af leikaranum Jason Momoa. Orðaleikurinn fólst svo í því að Momoa hljómar líks og samosa sem er það sem samósurnar kallast á ensku.

Undirskriftin var svo að þetta væru kökurnar sem mömmurnar þörfnuðust.

Smákökurnar hafa runnið út eins og heitar lummur og sölumet hafa að sögn kunnugra verið slegin og gott betur.

Þegar Momoa frétti af uppátækinu brást hann vel við, enda þótt um kolólöglega notkun á nafni hans sé að ræða er málstaðurinn góður.

mbl.is/skjáskot
Momoa var sjálfur duglegur að deila myndum af dvöl sinni …
Momoa var sjálfur duglegur að deila myndum af dvöl sinni hér á landi á samfélagsmiðlum. Eins og sjá má lét hann kuldann lítið á sig fá. Ljósmynd / skjáskot Vero
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert