Uppskriftin sem María gat ekki sleppt

mbl.is/María Gomez

María Gomez á Paz.is deilir hér einni af sínum uppáhaldsuppskriftum en þeir sem hafa fylgst með Maríu vita að hún er mikill meistari í matargerð sem er oft undir spænskum áhrifum.

„Eitt og sér er þetta oft borðað í morgunmat með ristuðu baguette eða ciabatta, en að setja síðan gott álegg eins og chorizo eða hráskinku ofan á toppar þetta alla leið,“ segir María um þennan einfalda rétt sem þið verðið að prófa.

Pan con tomate y jamon

  • Gott súrdeigsbrauð, fínt eða Baguette eða Ciabatta
  • Vel græn extra Virgin-ólífuolía
  • Vel þroskaðir eldrauðir dísætir tómatar
  • Hráskinka

Aðferð:

  1. Mér finnst rosa gott að rista brauðið en þess þarf ekki ef þið eruð með nýbakað brauð með stökkri skorpu
  2. Skerið tómat í tvennt og kreistið innihaldið úr honum yfir brauðsneiðina og makið því svo á með sárinu á tómatnum þar til tómaturinn er alveg tómur
  3. Hellið svo ögn af ólífuolíu yfir tómatmaukið og saltið létt yfir
  4. Setjið svo áleggið á og ég lofa þið munið gera þetta aftur og aftur og aftur……….

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert