Frábærar hugmyndir að ostabökkum

Litir og ljúfmeti er það sem einkennir ostabakka sem þennan.
Litir og ljúfmeti er það sem einkennir ostabakka sem þennan. mbl.is/eatingwell.com

Það hafa eflaust margir matgæðingar tekið eftir að helstu bloggarar, bröns-veitingastaðir og aðrir fagurkerar eru að útbúa yfirfyllta ostabakka sem aldrei fyrr. Hér gildir ekki orðatiltækið „meira er minna“ því meira sem fer á bakkann, því fallegri verður hann. Við tókum saman nokkrar gúrme myndir af slíkum bökkum sem gætu verið innblástur fyrir suma.

Nokkur góð ráð til að ná fram fallegum ostabakka:

  • Byrjið á því að velja bakka undir góðgætið.
  • Veljið ólíka osta með mismunandi bragði og áferð. Fínt er að miða við 3-5 osta á bakkann.
  • Fagnið litum og skreytið bakkann með litríkum ávöxtum og grænmeti.
  • Ólífur, þurrkaðir ávextir, kex, hnetur og kryddjurtir – möguleikarnir eru endalausir og reynið að notast við þau hráefni sem eru árstíðabundin.
  • Farið enn lengra og notið fersk blóm í skreytingarnar.
  • Fyllið upp í eyður með berjum eða öðrum litlum ávöxtum til að bakkinn sé með góða fyllingu.
mbl.is/damndelicious.com
mbl.is/Happy Foods Tube
mbl.is/Half Baked Harvest
mbl.is/rothcheese.com
mbl.is/foodiecrush.com
mbl.is/damndelicious.com
mbl.is