Tók viku að baka kökuna

Jói Fel hefur bakað eins og vindurinn undanfarna viku.
Jói Fel hefur bakað eins og vindurinn undanfarna viku. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í dag 17. júní verður boðið upp á köku sem á engan sinn líka hér á landi. Tilefnið er 75 ára afmæli lýðveldisins og verður kakan því 75 metrar að lengd en til samanburðar er Hallgrímskirkja 74 metrar á hæð.

Það er enginn annar en Jói Fel sem á heiðurinn af verkinu og þegar útsendari matarvefjarins náði tali af honum í morgun var hann á hlaupum en skælbrosandi og sáttur við vel unnið verk. Hann sagði jafnframt að baksturinn hefði tekið viku sem kemur ekki á óvart.

Kakan er súkkulaðikaka með karmellu-rjómaostakremi og hjúpuð marsípani. Að sjálfsögðu er skjaldarmerkið á henni.

Kakan verður á boðstólnum í dag og verður Sóleyjargatan undirlögð fyrir kökupartý ársins. Verður gestum og gangandi boðið upp á væna sneið og því ljóst að það má ekki missa af þessum viðburði.

Búast má við mikilli gleði í dag.
Búast má við mikilli gleði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert