Geggjuð kjúklingasamloka með frábæru meðlæti

Góðan daginn girnilega samloka!
Góðan daginn girnilega samloka! mbl.is/Chelseasmessyapron.com

Við fáum ekki nóg af samlokum sem þessum. Henta við öll tilefni þegar hungrið lætur í sér heyra og við þurfum að bregðast við í hvelli. Hér er ein girnileg með kjúklingasalati og pestó og síðan bætir þú við þeim hráefnum sem þú kýst á þína samloku - osti, tómötum, salati, avocadó eða það sem hugurinn girnist.

Bragðgóð kjúklingaloka með pestó

  • 3 bollar tilbúinn kjúklingur, skorinn í litla bita
  • 1 krukka grillaðar papríkur
  • ½ bolli grænt pestó
  • 1 bolli gott majónes
  • ½ bolli möndluflögur
  • Gott brauð
  • Annað sem þú vilt á samlokuna: t.d. ostur, tómatar, salat, avocadó eða jafnvel söxuð steinselja

Aðferð:

  1. Skerið papríkuna smátt og veltið upp úr kjúklingnum, pestóinu, majónesi og möndlum.
  2. Saltið og piprið eftir smekk. Kryddið jafnvel með steinselju.
  3. Smyrjið fyllingunni á brauðið og bætið því grænmeti eða öðru meðlæti sem þú kýst á samlokuna.
mbl.is/Chelseasmessyapron.com
mbl.is