Tveimur vikum fyrr á ferðinni

Haustjógúrtin er komin í verslanir.
Haustjógúrtin er komin í verslanir.

Hin árlega haustjógúrt Örnu er komin í verslanir en það þykir tíðindum sæta þar sem jógúrtin, sem unnin er úr íslenskum aðalbláberjum, er tveimur vikum fyrr á ferðinni en venjulega.

Að sögn Örnu Maríu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Örnu, hefur berjasprettan verið með eindæmum góð fyrir vestan sakir góðs tíðarfars. Berin sem notuð eru í jógúrtina eru öll tínd af fólki sem skilar berjunum inn gegn greiðslu. Það getur því verið ágætis búbót fyrir marga að geta haft tekjur af því að tína ber. Berjunum sé skilað inn á skrifstofu fyrirtækisins í Bolungarvík og þegar berin hafi farið að berast svona snemma var ákveðið að flýta komu jógúrtarinnar í verslanir.

Haustjógúrtin frá Örnu hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og ávallt selst upp en krukkurnar hafa að sögn Örnu Maríu líka notið mikilla vinsælda hjá sultugerðarfólki og öðrum sem nota krukkur enda ákaflega fallegar og fjölnota í senn.

Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu.
Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert