The Rock drakk tequila í teboði dóttur sinnar

Þessi mynd hlýtur krúttverðlaun helgarinnar á Instagram.
Þessi mynd hlýtur krúttverðlaun helgarinnar á Instagram. mbl.is/TheRock_Instagram

Einn svalasti pabbi í stjörnuheiminum í dag er án efa Dwayne Johnson eða betur þekktur sem The Rock. Leikarinn og vöðvabúntið birti mynd á Instagram um helgina sem tekin er af honum og dóttur hans, Jasmine, í teboði úti á verönd.

Dwayne segist mögulega hafa sett smá tequila út í bollann sinn, því klukkan slær alltaf 17 einhvers staðar í heiminum og þá er tími fyrir kokteil. En það var fyrr á árinu sem hann tilkynnti að hann væri að koma með sitt eigið tequila á markað – svo kannski var það akkúrat það sem hann sötraði á úr litla bollanum til að smakka gæðin.

Undir myndinni á Instagram hefur kletturinn sett myllumerkin #icherishthesemoments og #andgodblessmychair – sem vísar beint í stólinn sem hann situr á. Það er óhætt að segja að gæðin séu mikil þegar þessi litli bleiki barnastóll heldur manni uppi eins og The Rock sjálfum.

mbl.is/TheRock_Instagram
mbl.is