Nói Síríus með nýtt byltingarkennt súkkulaði

mbl.is/Nói Síríus

Þær gleðifregnir berast nú úr herbúðum Nóa Síríus að væntanlegt sé á markað Rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs. 

Að sögn forsvarsmanna Nóa er hér á ferðinni súkkulaði sem er nánast ómögulegt að trúa að sé án viðbætts sykurs. Markvisst sé verið að horfa til þess hvernig hægt sé að mæta þörfum neytenda og með þessu súkkulaði sé verið að stíga fyrsta skrefið í átt að aukinni spurn eftir súkkulaði án hvíts sykurs.

Þetta eru vissulega frábærar fréttir fyrir súkkulaðiunnendur og neytendur hér á landi enda hlýtur það að teljast bónus að fá gömlu góðu Nóa Síríus gæðin en án hvíta sykursins.

mbl.is