Er ísskápurinn þinn of heitur?

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Hvert er kjörhitastig ísskáps? Flestir ísskápar eru þannig gerðir að hægt er að stilla hitastigið í þeim. En gráðurnar eru ekki alltaf gefnar upp og því erum við dáldið að fara eftir innsæinu eða smekk. Samkvæmt opinberum breskum viðmiðum á hitastigið í ísskápnum að vera 3-5 gráður.

Mörgum þykir það þó vera of heitt og fara alveg niður í 2 gráður. 

Lykilatriðið er þó að hafa ísskápinn ekki of heitan því hlutverk kuldans er einmitt að hámarka geymsluþol fæðunnar. 

mbl.is