Viltu vinna utanlandsferð og KitchenAid hrærivél?

Matarvefurinn er í stuði þessa dagana (sem endranær) og því ætlum við að blása til einnar rosalegustu bökunarsamkeppni sem haldin hefur verið.

Keppnin ber yfirskriftina Jókakakan 2019 og er haldin í samstarfi við Hagkaup og Til Hamingju.

Hér fá áhugabakarar tækifæri til að sýna hvað í sér býr og keppa um bestu kökuna. Kakan verður að innihalda vörur frá Til Hamingju, Pillsbury hveiti og Dansukker sykur.

Vinningshafinn hlýtur vinninga að verðmæti yfir 300.000 og alls verða sex kökur verðlaunaðar.

Kökum skal skilað inn milli kl. 13:00-14:00 fimmtudaginn 5. desember í höfuðstöðvar Árvakurs, Hádegismóum 1-3.


Keppnistilhögun:

Allar kökurnar verða að innihalda Pillsbury hveiti, Dansukker sykur og vöru frá Til Hamingju nema uppskriftin innihaldi ekki þau hráefni. Dæmt verður eftir útliti, bragði, frumleika og fegurð. Skila skal inn einni köku sem ekki skal vera minni en 15 sm í þvermál. Kakan þarf að koma á einnota pappadiski sem er ekki mikið stætti en kakan sjálf. Með kökunni skal fylgja umslag með uppskrift, lýsingu á kökunni og hugmyndinni/sögunni á bak við hana. Í móttöku Árvakurs verður tekið við kökunni og hún skráð inn í keppnina og númeruð til að fyllsta hlutleysis sé gætt. Með kökunni þarf að fylgja blað með útlistun á kökunni fyrir dómnefndina. Kakan verður síðan mynduð af ljósmyndurum Morgunblaðsins áður en dómarar bragða á henni.

Verið er að leita að því sem almennt er kallað kaka á íslensku. Má kakan vera jólakaka, formkaka, terta, hnallþóra eða hvaðeina það sem ykkur langar að baka. Ekki má senda inn smákökur.

Bestu kökurnar verða birtar inn á Matarvef mbl.is

1. Verðlaun

 • 150.000 króna gjafabréf frá Heimsferðum
 • KitchenAid hrærivél frá Raflandi
 • Gjafabréf frá Hagkaup
 • Gjafabréf frá veitingastað
 • Glæsileg gjafakarfa frá Til Hamingju
 • Pillsbury hveiti í baksturinn
 • Veislubókin eftir Berglindi Hreiðarsdóttur

2-6 sæti

 • Gjafabréf frá Hagkaup
 • 10 þúsund króna gjafabréf frá veitingastað
 • Glæsileg gjafakarfa frá Til Hamingju
 • Pillsbury hveiti í baksturinn
 • Veislubókin eftir Berglindi Hreiðarsdóttur


Dómarar :

 • Hafliði Ragnarsson, súkkulaðimeistari - formaður dómnefndar
 • Völundur Snær Völundarson, matreiðslumaður
 • Ágúst Fannar Einþórsson, bakari og stofnandi Brauð & co.
mbl.is