Snakkið sem þú getur ekki lagt frá þér

Geggjað gott radísusnakk! Fallegt og pínu jólalegt líka.
Geggjað gott radísusnakk! Fallegt og pínu jólalegt líka. mbl.is/Spoonforkbacon.com

Hvern hefði grunað að ristaðar radísur væru svona sjúklega góðar! Og ekki skemmir fyrir hversu krúttlegar og fallegar þær eru. Hér er uppskrift sem þú átt sannarlega eftir að gera aftur og aftur.

Snakkið sem þú getur ekki lagt frá þér

  • 2 radísubúnt, hreinsað og skorið til helminga
  • 2,5 msk ólífuolía
  • ½ sítrónusafi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°.
  2. Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman. Saltið og piprið.
  3. Dreifið radísunum á bökunarplötu og ristið í 20-25 mínútur þar til radísurnar verða stökkar og hafa tekið lit á köntunum – og næstum mjúkar í gegn.
  4. Saltið og piprið meira og rífið sítrónubörk yfir ef vill.
mbl.is/Spoonforkbacon.com
mbl.is/Spoonforkbacon.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert