Pökkuðu heilu eldhúsi inn í jólapappír

Foreldrar í hlutverki stríðnisálfs gengu svo langt að pakka inn …
Foreldrar í hlutverki stríðnisálfs gengu svo langt að pakka inn öllu eldhúsinu í jólapappír á meðan sonur þeirra svaf sínu værasta. mbl.is/Caters News Agency

Foreldrar nokkrir lögðu allt undir til að stríða syni sínum með því að pakka inn öllu eldhúsinu eins og það leggur sig og meira til.

Ástæðan var einföld – en það tíðkast erlendis að stríðnisálfar komi í heimsókn fyrir jólin og geri skandala á heimilinu þar sem litlu börnin búa. En Carl og Nichola Mullen-King létu sitt ekki eftir liggja með að sýna hvað stríðnisálfur getur gert í skjóli nætur þegar sex ára gamall sonur þeirra, Max, var farinn að sofa.

Þau notuðu um 6 rúllur af jólapappír og verkið tók um 2 klukkutíma. Öllu eldhúsinu eins og það leggur sig var pakkað inn, jafnvel ávöxtum, skurðarbrettum og áhöldum.

Það tók um 40 mínútur að taka allan pappírinn aftur af eldhúsinu og fylgihlutum, því jafnvel eggin voru pökkuð inn, eitt og eitt í pappír. Hluti af pappírnum verður notaður aftur til að pakka inn jólagjöfum svo pappírinn fer ekki allur til spillis.

Tveimur tímum og sex gjafapappírsrúllum seinna.
Tveimur tímum og sex gjafapappírsrúllum seinna. mbl.is/Caters News Agency
Meira að segja ávöxtunum var pakkað inn.
Meira að segja ávöxtunum var pakkað inn. mbl.is/Caters News Agency
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert